Ísland á HM í sundi: Thelma Björg Björnsdóttir


Næst á svið við kynningu á íslenska sundfólkinu sem keppir á HM í London í næsta mánuði er Thelma Björg Björnsdóttir. Thelma keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var m.a. fulltrúi Íslands á Paralympics í Ríó 2016. Thelma segir að íslenski hópurinn eigi eftir að koma á óvart í London.


Með HM í London í næsta mánuði, hvað verður þú þá búin að taka þátt í mörgum stórmótum á borð við EM, HM og Paralympics?
Þetta verður fjórða heimsmeistaramótið hjá mér. Ég er einnig búin að keppa á þremur Evrópumeistaramótum. Þá fór ég einnig á Paralympics í Ríó 2016.
 
Þú keppir í flokki S6. Hvernig er landslagið í þeim flokki um þessar mundir? Hver myndir þú segja að væri fremsta S6 sundkona heims í dag?
Samkeppnin er mjög hörð í þessum flokki. Ég myndi telja að Eleanor Simmonds sé fremsta sundkona heim í dag í S6.
 
Þú ert skráð til keppni í fjórum greinum. Hver er þín sterkasta sundgrein?
100 metra bringusund er sterkasta greinin mín núna.
 
Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir HM gengið hjá þér?
Æfingabúðir á Ítalíu og stanslausar æfingar síðan, oft tvær erfiðar á dag í allt sumar. Skemmtilegar æfingar með góðum og skemmtilegum æfingafélögum.
 
Hvernig líst þér á möguleika hinna íslensku sundmannanna á HM?
Bara mjög vel við erum búinn að æfa okkur vel í langan tíma og eigum eftir að koma á óvart.

Ísland á HM í sundi: Sonja Sigurðardóttir
Ísland á HM í sundi: Hjörtur Már Ingvarsson
Ísland á HM í sundi: Már Gunnarsson