Eitt ár í Paralympics 2020


Eitt ár er þangað til Paralympics í Tokyo hefjast. Af þeim sökum hafa fjölmargir viðburðir verið á dagskránni hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra sem og mótshöldurum í stórborginni Tokyo í Japan.


Þónokkrir íþróttamenn úr röðum fatlaðra eru duglegir á samfélagsmiðlum við að minna á Paralympics 2020:
 

Þá hafa fjölmargar prufur á íþróttaleikvöngum sem notaðir verða í Tokyo farið fram og um síðastliðna helgi var keppt í 15 greinum þar sem þúsundir áhorfenda lögðu leið sína á íþróttaleikvangana. Búist er við metaðsókn fjölmiðlafólks og áhorfenda til Tokyo á næsta ári.


Einnig er búið að kynna til leiks verðlaunagripina sem afhentir verða á Paralympics 2020:

Áhugasamir sem vilja kynna sér betur Ólympíuleikana og Paralympics í Tokyo á næsta ári geta farið á heimasíðu leikanna hér.

Íslenskt afreksfólk er nú í óðaönn við að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics 2020 en árið 2016 átti Ísland fimm keppendur í Ríó de Janeiro en það voru þau Helgi Sveinsson, Þorsteinn Halldórsson, Jón Margeir Sverrisson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir.