Róbert fjórfaldur Norðurlandameistari


Norðurlandamótinu í sundi er lokið og íslensku keppendurnir eru væntanlegir heim til Íslands seinni partinn í dag. Ekki aðeins varð Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson fjórfaldur Norðurlandameistari þá unnu fleiri sundmenn til verðlauna í Finnlandi þessa helgina!


Róbert lokaði mótinu með sigri í 200m fjórsundi á tímanum 2:14.92 mín. en hann varð einnig Norðurlandameistari í 100m bringusundi á 1:10.44 mín. og í 200m skriðsundi á tímanum 2:00.60 mín. og í 100m flugsundi! Glæsilegur árangur hjá Róberti þessa helgina.


ÍFR-sundmennirnir Thelma Björg Björnsdóttir og Þórey Ísafold Magnúsdóttir unnu einnig til verðlauna á mótinu:

Silfur: Thelma Björg Björnsdóttir, S6 - 400m skriðsund: 6:04.93 mín.
Silfur: Þórey Ísafold Magnúsdóttir, S14 - 100m bringusund: 1:26.22 mín.
Brons: Þórey Ísafold Magnúsdóttir, S14, - 100m flugsund: 1:21.26 mín.


Íslandsmet á NM:


Thelma Björg Björnsdóttir, S6 - 100m skriðsund: 1:23.71 mín.


Mynd/ Íslenski hópurinn í Oulu í Finnlandi. Á myndinni eru efri röð frá vinstri: Þórey Ísafold Magnúsdóttir, Róbert Ísak Jónsson og Guðfinnur Karlsson. Neðri röð frá vinstri eru Thelma Björg Björnsdóttir, Tanya Jóhannsdóttir og Heiður Egilsdóttir.


Fyrir frekari fréttir og myndir af mótinu er hægt að skoða Facebook-síðu ÍF.