Fréttir
Ný uppfærsla keppnisdagskrár Íslandsmóts ÍF, uppfært 3. október
Ný uppfærsla keppnisdagksrár Íslandsmóts frá 3. október hefur verið send til aðildarfélaga ÍF og er á fb síðu ÍF
Gerum okkar besta til að gera mótið sem glæsilegast
Íþróttafélagið Ívar, Ísafirði og nágrenni, mun halda Íslandsmót í boccia um næstu helgi, 4.–6. október, og er það í þriðja skiptið sem félagið leggur í svo stórt verkefni sem Íslandsmóti er.
IPC 30 ára
Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra fagnaði 30 ára afmæli sínu sunnudaginn 22. september síðastliðinn. Síðustu þrjá áratugi hafa forsvarsmenn IPC verið í forgrunni við uppbyggingu íþrótta fatlaðra á heimsvísu.
Patrekur með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi
Patrekur Andrés Axelsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T11 (blindir) á opna króatíska mótinu sem fram fer í Zagreb. Þetta var síðasta tilraun Patreks fyrir lágmörk á heimsmeistaramótið sem fram fer í Dubai í nóvember.
Már með einu verðlaun Norðurlandanna á HM
10 Íslandsmet! Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi lauk í London um síðastaliðna helgi en mótið fór fram í Queen Elizabeth London Aguatics Centre. Flestir þekkja laugina sem keppnislaugina frá Paralympics 2012. Ísland var eina Norðurlandaþjóðin sem vann til verðlauna á HM þetta...
Myndband: Már með brons og nýtt Íslandsmet í London
Már Gunnarsson vann í kvöld sín fyrstu verðlaun á alþjóðlegu stórmóti þegar hann hafnaði í 3. sæti í 100m baksundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í London.
Græn verðlaun í Tokyo 2020
Þessa dagana stendur yfir fararstjóranámskeið hjá undirbúningsnefnd Paralympics 2020 sem fram fara í Tokyo á næsta ári. Námskeiðið fer fram í Tokyo þar sem Jón Björn Ólafsson íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi ÍF er staddur sem fulltrúi Íslands.
Ísland á HM í sundi: Róbert Ísak Jónsson
Á morgun heldur íslenska sundlandsliðið út til London þar sem HM í sundi fatlaðra mun standa yfir næstu daga. Síðasti sundmaðurinn í röðinni sem við á ifsport.is tökum stutt spjall við er Róbert Ísak Jónsson úr Firði/SH. Róbert keppir í...
Ísland á HM í sundi: Guðfinnur Karlsson
Íslenski hópurinn heldur út til London á laugardag til þess að keppa á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Síðustu daga höfum við verið að taka snarpan púls á íslenska landsliðssundfólkinu og nú er komið að Fjarðarliðanum Guðfinni Karlssyni sem er á...
Patrekur með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi
Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni setti í gær nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi á opna franska meistaramótinu sem nú stendur yfir í París í Frakklandi.
Ísland á HM í sundi: Thelma Björg Björnsdóttir
Næst á svið við kynningu á íslenska sundfólkinu sem keppir á HM í London í næsta mánuði er Thelma Björg Björnsdóttir. Thelma keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var m.a. fulltrúi Íslands á Paralympics í Ríó 2016. Thelma...
Róbert Ísak tilnefndur sem framúrskarandi ungur Íslendingur
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Framúrskarandi ungir Íslendingar.“ Verðlaunin eru veitt af JCI hreyfingunni á Íslandi en verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn þann 4. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu á...
Ísland á HM í sundi: Már Gunnarsson
Már Gunnarsson er á leið á sitt fjórða stórmót þegar hann keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í London í næsta mánuði. Már syndir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ en hann keppir í flokki S11...
Eitt ár í Paralympics 2020
Eitt ár er þangað til Paralympics í Tokyo hefjast. Af þeim sökum hafa fjölmargir viðburðir verið á dagskránni hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra sem og mótshöldurum í stórborginni Tokyo í Japan.
Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum?
Þriðjudaginn 27. ágúst verður haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík í umsjón Chris Harwood sem er prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough. Yfirskrift vinnustofunnar er Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? og er ætluð fyrir foreldra...
Ísland á HM í sundi: Sonja Sigurðardóttir
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Ísland mun eiga sex keppendur á mótinu og á næstu dögum kynnum við alla okkar keppendur til leiks. Nú þegar höfum við kynnt Hjört Má Ingvarsson til leiks...
Ísland á HM í sundi: Hjörtur Már Ingvarsson
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Ísland mun eiga sex keppendur á mótinu og á næstu dögum kynnum við alla okkar keppendur til leiks. Við hefjum leik í Hafnarfirði hjá Hirti Má Ingvarssyni úr...
Sex íslenskir fulltrúar á HM í London
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Sex íslenskir fulltrúar munu keppa á mótinu frá þremur félögum. Mótið fer fram í Ólympíusundlauginni frá leikunum 2012 þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson vann sællar minningar gullverðlaun...
Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki
Heimsmeistaramót ungmenna í frjálsum (U20 og U17 ) fór fram í Nottwil í Sviss um Verslunarmannahelgina. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, hafði sigur í tveimur af fjórum greinum sem hún keppti í á mótinu en Bergrún keppir í flokki T/F...
Ármann sigurvegari liðakeppninnar og fjöldi meta féll í Kaplakrika
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur og íþróttafólkið þakkaði pent fyrir sig með miklum bætingum og þónokkrum metum.