Fjögur ný Íslandsmet hjá Hirti


Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson setti á dögunum fjögur ný Íslandsmet í sundi í 25m laug. Hjörtur sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð var þá á Extra móti SH í Hafnarfirði í 25m laug.


Íslandsmet Hjartar á Extra mótinu 2018:


200m skriðsund: 3:08.35 mín.
100m skriðsund: 1:28.56 mín.
100m baksund: 1:41.10 mín.
100m fjórsund: 1:50.77 mín.