Reynir Pétur sjötugur!


Reynir Pétur fagnar 70 ára afmæli í dag. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra sendir Reyni Pétri innilegar heillaóskir í tilefni af stórafmælinu.
 


Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson hringveginn um Ísland. Alls voru þetta 1417 kílómetrar. Reynir Pétur vann þar stórt afrek ekki bara í baráttunni fyrir byggingu húss fyrir íbúa að Sólheimum heldur breytti hann viðhorfi landsmanna til fatlaðra til frambúðar.


Ljósmynd/ Morgunblaðið: Reynir Pétur árið 1985 að fagna í Reykjavík eftir að hafa gengið hringinn í kringum landið.