IPC 30 ára


Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra fagnaði 30 ára afmæli sínu sunnudaginn 22. september síðastliðinn. Síðustu þrjá áratugi hafa forsvarsmenn IPC verið í forgrunni við uppbyggingu íþrótta fatlaðra á heimsvísu.


Frá stofnun hafa markmið IPC verið þau að þróa og byggja við framgang Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) og þróun hreyfingarinnar í heild. Eins og Andrew Parsons forseti IPC segir í bréfi á heimasíðu samtakanna þá verða þessi markmið áfram í brennidepli næstu árin og áratugina.


Hægt er að lesa bréf Parsons í heild sinni hér.


Íþróttasamband fatlaðra hefur verið aðili að IPC frá stofnun sambandsins og í októbermánuði munu þeir Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs sitja aðalfund IPC fyrir Íslands hönd.


Í tilefni af 30 ára afmælinu setti IPC saman eftirfarandi myndband en þar má sjá að marg hefur áunnist á þessum þremur áratugum:
 Mynd/ Jón Margeir Sverrisson með gullverðlaun sín frá London 2012 þegar hann hafði sigur á Paralympics í 200m skriðsundi S14 (þroskahamlaðir)