Flokka- og bikarmót ÍF í sundi um helgina


Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Laugardalslaug um helgina, dagana 6.-7. apríl. Keppt verður í 50m laug í Laugardalslaug en keppnisfyrirkomulag mótsins er eftirfarandi:


Keppendum er raðað í greinar eftir tímum óháð fötlunarflokkum. Verðlaun verða þó veitt eftir fötlunarflokkum og hlýtur viðkomandi sæmdarheitið „Flokkameistari í flokki SX“.  Ekki eru veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið.

Það félag sem er stigahæst í einstaklingsgreinum hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari ÍF í sundi“  Hver einstaklingur má synda 6 greinar til stiga. Tilkynna þarf hvaða greinar telja til stiga þegar skráningum er skilað inn, að öðrum kosti telja fyrstu 6 greinar sem viðkomandi syndir þ.e. ef hann syndir fleiri en 6 greinar.

Stig eru veitt fyrir 10 efstu sætin í hverjum flokki, 1. sæti 12 stig, 2.sæti 10 stig, 3. sæti 8 stig og svo 7,6,5,4,3,2,1 

Íþróttafélagi Fjörður hefur verið einkar sigursælt í bikarkeppninni og hefur unnið Blue-Lagoon bikarinn núna 14 ár í röð en það var Bláa Lónið sem gaf bikarinn til keppninnar.

Keppnisdagskrá helgarinnar:
6. apríl upphitun klukkan 14:00 og mót 15:00
7. apríl upphitun klukkan 09:00 og mót 10:00