Skráning hafin á Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia


Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia fer fram á Sauðárkróki dagana 20.-22. október næstkomandi. Skráning er hafin og hafa skráningargögn þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Fyrir þá sem enn hafa ekki fengið gögning er hægt að óska eftir þeim á if@ifsport.is 


Lokahóf mótsins verður í Miðgarði sunnudagskvöldið 22. október.