Fréttir
Frístundahreysti Guluhlíðar 2016
Frístundaheimili Klettaskóla, Guluhlíð hlaut hvatningarverðlaun Skóla- og frístundasviðs 2015 fyrir verkefnið frístundahreysti. Í Guluhlíð eru börn með sérþarfir og verkefnið hefur verði þróað þannig að allir geta tekið þátt, jafnt þeir sem eru í hjólastólum sem aðrir. Umsjón með verkefninu...
Opinn fundur um flokkunarmál
Íþróttasamband fatlaðra boðar til opins kynningarfundar um flokkunarmál í sundi þar sem Ingi Þór Einarsson, landliðsþjálfari IF í sundi og alþjóðlegur „flokkari“ hjá IPC -Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, fer yfir stöðu flokkunarmála og það sem framundan er í þeim efnum.Fundurinn, sem haldinn...
Íþróttasamband fatlaðra 37 ára!
Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 37 ára afmæli sínu þann 17. maí síðastliðinn en sambandið var stofnað árið 1979. Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar samfylgdina og samstarfið á liðnum áratugum og sendir sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa unnið að íþróttastarfi...
Góð stemming á Íslandsleikum Special Olympics
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við KSÍ og íþróttafélagið Ösp voru á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl. Hlaupið var kyndilhlaup lögreglu fyrir leikana en Daði Þorkelsson, rannsóknarlögreglumaður stýrði því. Í fyrsta skipti voru í hópnum lögreglumenn á reiðhjólum og...
Jón og Thelma með ný Íslandsmet!
Már bætti sig í 100m skriðsundiSundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti í gær nýtt Íslandsmet í 100m skriðsundi í flokki S6 er hún synti til úrslita í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Funchal í Portúgal....
Jón Margeir stórbætti Íslandsmetið í bringu
Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni setti í kvöld nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m bringusundi S14 (þroskahamlaðir) þegar hann varð sjötti í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Portúgal. Jón sem bætti metið einnig í undanrásum í dag synti í...
Thelma sjöunda og Sonja fimmta í gær
Stöllurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR voru á ferðinni á EM í Portúgal í gær. Thelma Björg hafnaði í 7. sæti í 200m fjórsundi SMB á tímanum 3:40.41mín. og Sonja Sigurðardóttir varð fimmta í 50m baksundi S4...
Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss 23.-24. júlí
Dagana 23.-24. júlí næstkomandi fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fram á Kópavogsvelli. Mótið fer fram samhliða Meistaramóti Íslands á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands.Skráningargögn verða send aðildarfélögum ÍF þegar nær dregur.Verkefnalisti ÍF 2016
Silfur hjá Jóni Margeiri í 200m skriðsundi
Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en keppt er í Funchal í Portúgal. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, vann í dag til silfurverðlauna í 200m skriðsundi eftir magnaða keppni í lauginni! Bretinn Thomas Hamer var fyrstur í bakkann...
Gestalið frá Færeyjum á Íslandsleikum SO í knattspyrnu
Íslandsleikar Special Olympics í samvinnu við KSÍ og íþróttafélagið Öspverða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl.Kyndilhlaup lögreglumanna fer fram og gestalið mætir til leiks frá Special Olympics í Færeyjum 13.00 Mótssetning Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna setur leikana ásamt keppandaÍ framhaldi þess verður upphitun...
ÍF klæðist Macron fram yfir Vetrar-Paralympics 2018
Íþróttasamband fatlaðra og ítalski íþróttavöruframleiðandinn Macron hafa gert með sér tveggja ára styrktar- og samstarfssamning. Samningurinn var undirritaður síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi til kynningar á Evrópuverkefnum sambandsins í frjálsum og sundi sem fram fara á næstunni. Macron hefur höfuðstöðvar í...
Íslandsleikar SO í knattspyrnu 30. apríl
Islandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við íþróttafélagið Ösp og KSÍ verða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl. Keppni hefst kl. 13.20. Keppt verður í tveimur riðlum og skrá þarf lið í hvorn riðil.1. riðill Styrkleikastig 1 (sterkustu liðin)2. riðill Styrkleikastig 2 Konur og karlar...
Ísland sendir fjóra keppendur á EM í frjálsum
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Grosseto á Ítalíu dagana 10.-16. júní næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið en þeir eru: Helgi Sveinsson – Ármann - flokkur F42 Arnar Helgi Lárusson – UMFN - flokkur T53Stefanía Daney...
Ísland sendir fimm keppendur á NM í boccia
Norðurlandamót fatlaðra í boccia fer fram í Finnlandi dagana 13.-16. maí næstkomandi. Ísland sendir fimm keppendur til þátttöku í mótinu. Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF verður fararstjóri í ferðinni.Norðurlandamótið fer fram í Pajulahti sem er ríflega 120 km. norður af...
Íslandsmót ÍF í borðtennis 23. apríl í Grindavík
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grindavík þann 23. apríl næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótshluti Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra mun fara fram í Grindavík. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá...
Ísland sendir fjóra keppendur á EM fatlaðra í sundi
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur. Keppendur Íslands á EM í Portúgal: Jón Margeir Sverrisson, S14, Fjölnir - 200m skriðsund,...
Arna með gull í Abu Dhabi
Arna Sigríður Albertsdóttir gerði góða ferð til Abu Dahbi á dögunum þar sem hún landaði sínu fyrsta gulli í handahjólreiðum á Abu Dhabi - European Handcycling Circuit. Í tímatökunni hafnaði Arna Sigríður í 2. sæti en vann keppnina í götuhjólreiðum...
Þorsteinn lagður af stað á EM í bogfimi
Bogfimiskyttan Þorsteinn Halldórsson hélt í morgun út til Frakklands til þátttöku í Evrópumeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Þorsteinn sem tók þátt á HM síðastliðið sumar stefnir ótrauður að því að tryggja sér farseðilinn á Paralympics í Ríó de Janeiro síðar á...
EM í sundi í beinni á Funchal2016.com
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram dagana 1.-7. maí næstkomandi í Funchal í Portúgal og nú hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greint frá því að mótið verði allt sýnt í beinni á netinu en útsendingarnar verður hægt að nálgast á funchal2016.com Hér...
Jóhann kominn heim með þrjú brons
Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er kominn heim frá Winter Park í Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið við æfingar og keppni frá haustinu 2015. Jóhann vann í vetur til sinna fyrstu verðlauna er hann hafnaði í 3. sæti í Park...