Ísland með tvo fulltrúa á HM í Japan


Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kobe, Japan dagana 17-25 maí næstkomandi. Um er að ræða síðasta stórmótið fyrir Paralympics sem verður haldið í París í ágúst. Ísland er með tvo keppendur á mótinu en það eru þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir.


Stefanía Daney mun keppa í langstökki en Íslandsmet hennar er 5.18 sem hún setti í byrjun árs. Ingeborg Eide mun keppa í kúluvarpi en Íslandsmet hennar er 9,83 m sem hún setti þann í mars á Ítalíu, með þeim árangri situr hún í  5 sæti á heimslistanum.

Hópurinn heldur út til Japans á morgunn, laugardag, en með þeim í för er Kári Jónsson landliðsþjálfari, Egill Þór Valgeirsson formaður frjálsíþróttanefndar ÍF og Kristjana Kjartansdóttir nuddari.