Samstarf við Magnús Orra Arnarsson, vegna þátttöku Íslands á heimsleikum Special Olympics í Berlín 2023


Í dag var staðfestur samningur við Magnús Orra Arnarson sem felur í sér að hann mun vinna kynningarmyndbönd vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023.

Hann vinnur verkefnið fyrir Special Olympics á Íslandi og ÍF en samstarf við Magnús Orra hófst árið 2019 og hefur verið mjög ánægjulegt, enda mikill fagmaður.

Verkefnið felur í sér að hann mun  heimsækja keppendur á æfingar og sýnt verður frá hverri heimsókn.  

Íslenskir keppendur taka þátt í 10 greinum á leikunum og hann mun vinna heildarkynningarmyndband með öllum greinum áður en leikarnir hefjast.

Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra fagna samstarfi við Magnús Orra og hann mun koma að fleiri verkefnum í vetur, m.a. Paralympicsdeginum 3. desember

Á myndinni er Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og Magnús Orri þegar samningurinn var staðfestur í dag.