Kynningarblað Heimsleika SO í Abu Dahbi


Heimsleikar Special Olympics fara fram í Abu Dahbi dagana 14.-21. mars næstkomandi. Síðastliðinn miðvikudag gaf Íþróttasamband fatlaðra út veglegt kynningarblað sem dreift var með Fréttablaðinu.


Í kynningarblaðinu kennir ýmissa grasa en þar má finna viðtal við Hjalta Geir Guðmundsson sundmann, lögreglumaðurinn Daði Þorkelsson segir frá kyndilhlaupinu en hann er nú þegar lagður af stað þar sem hann verður einn þeirra 120 lögreglumanna sem tendra munu Ólympíueldinn við setningarathöfnina 14. mars.


Við hvetjum alla til að kíkja á kynningarblaðið sem nálgast má hér.


Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem liðsinntu sambandinu við útgáfu blaðsins. Ykkar stuðningur er ómetanlegur og það verður gaman að geta sent heim fréttir af stórum og glæsilegum fulltrúahópi Íslands á leikunum en alls skipa næstum 60 manns íslensku sveitina!

Heimasíða heimsleika SO 2019
Facebook-síða leikanna