Þjálfaranámskeið í boccia 16.-17. febrúar


ÍF ásamt Boccianefnd sambandsins stendur fyrir þjálfaranámskeiði fyrir bocciaþjálfara sem verður haldið í Laugardalshöllinni helgina 16. og 17. febrúar. ÍF og Boccianefndin hafa fengið Egil Lundin, landsliðsþjálfara Noregs til að standa fyrir námskeiðinu, en hann er með margra ára reynslu í þjálfun fatlaðra leikmanna og hefur haldið fjöldamörg þjálfaranámskeið í Noregi.


Reiknað er með að námskeiðið hefjist kl. 9:00 á laugardeginum og ljúki síðdegis á sunnudag. Nánari tímasetningar verða sendar síðar.

Athygli er vakin því á að námskeiðið sjálft er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á if@ifsport.is

Nánari upplýsingar veita: Karl Þorsteinsson, sími 892 6245 e-mail: kallith@simnet.is og Ólafur Magnússon, sími 514 4084 e-mail olafurm@ifsport.is