Hilmar á HM síðar í janúarmánuði


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings keppir á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum í Kranjska Gora í Slóveníu síðar í þessum mánuði. Hilmar er um þessar mundir ytra við æfingar.


Dagana 16.-17. janúar keppir Hilmar í heimsbikarmóti IPC í Zagreb og heldur þaðan yfir til Kranjska Gora þar sem HM fer fram dagana 19.-25. janúar.


Snemma árs 2018 vakti Hilmar mikla athygli í skíðaheiminum á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu með góðum árangri í svigi og stórsvigi. Hilmar keppir í flokki aflimaðra en með honum í för á HM verður þjálfari hans Þórður Georg Hjörleifsson. 

Heimasíða HM í alpagreinum