Bergrún með silfur í langstökki!


Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, vann í dag til silfurverðlauna á í langstökki T37 (hreyfihamlaðir) á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Berlín. Lengsta stökk Bergrúnar var 4.16m. en hin pólska Marta Piotrowska hafði sigur með stökki upp á 4.51 m.


Þetta voru önnur verðlaun Bergrúnar á mótinu sem tók brons í 100m hlaupi í gær en þetta er magnaður árangur hjá þessari 17 ára gömlu frjálsíþróttakonu sem er að keppa á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Bergrún sem verður 18 ára í næsta mánuði er ekki enn hætt því hún á eftir að keppa í 200m hlaupi á morgun. Með silfurstökki sínu í dag hjó Bergrún nærri Íslandsmeti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í greininni en það er 4.27 metrar.


Þá keppti Jón Margeir Sverrisson í úrslitum í 200m hlaupi T20 (þroskahamlaðir) og hafnaði hann í 8. sæti á tímanum 2:25.44 mín. Sigurvegari keppninnar var hinn portúgalski Correia á 1:54.80 mín.


Mynd/ Egill Þór - Bergrún með bronsið frá því í gær en í dag fagnaði hún silfri!