SIGN styður ÍF


Á VetrarParalympics/Ólympíumóti fatlaðra, sem fram fer í PyeongChang í Surður-Kóreu 9. - 18. mars n.k. tekur skíðamaðurinn ungi Hilmar Snær Örvarsson þátt fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi.


Á Paralympics ríkir sú hefð að borgarstjóra Ólympíuþorpsins er færð gjöf frá hverju því landi sem í þorpinu býr. Gjafir þessar eru veittar með viðhöfn þegar landið er boðið velkomið í þorpið en íslenski hópurinn sem þátt tekur verður boðinn velkominn með athöfn sem haldin verður þann 8. mars n.k. Við þessa hátíðlegu athöfn, þar sem m.a. íslenski fáninn verður dreginn að hún, mun Jón Björn Ólafsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, veita borarstjóra þorpsins forláta gjöf hannaða af Inga Bjarnasyni, eiganda gullsmíðafyrirtækisins SIGN

Gjöfin, sem afhent verður, er unninn úr hrauni og vatnsskorinn í Íslands mynd en í hönnun skart- og listmuna SIGN birtist gjarnan dulúð íslenskrar náttúru og frumkraftar hennar eldurinn og ísinn.

Á myndinni veitir Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF, gjöfinni viðtöku úr höndum eigenda SIGN, Inga Bjarnasyni og Kötlu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra um leið og hann þakkaði  SIGN fyrir velvilja fyrirtækisins og veittan stuðning við þátttöku sambandsins í Paralympics nú sem áður.