Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra endurnýja samstarfssamning sinn


Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stuðning fyrirtækisins við starfsemi ÍF og er samingurinn til tveggjá ára.


Íslensk Getspá, sem sér um rekstur Íslenskra getrauna, lætur hluta af andvirði allrar sölu sinnar renna beint til uppbyggingar og starfsemi æskulýðs-og íþróttamála og til málefna öryrkja. Því má segja að allir þeir sem spila í leikjum Getspár og Getrauna geti fagnað sigri og átt von á góðum vinningi í leiðinni.


Íslensk Getspá hefur um langt árabil verið öflugur bakhjarl íþrótta fatlaðra hér á landi og er ÍF afar ánægt með áframhaldandi samstarf sem gerir sambandinu kleift að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta fatlaðra hér á landi.


Á meðfylgjandi mynd eru t.v. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri og Inga Huld Sigruðardóttir frá Íslenskri Getspá og Þórður Árni Hjaltestef formaður og Ólafur Magnússon frá ÍF við undirritun samingsins.