Jóhann keppir í dag - lauk ekki keppni á laugardag


Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson frá Akri á Akureyri hefur lokið við tvær greinar á HM í alpagreinum fatlaðra sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu. Á laugardag keppti hann í Super-Combined og lauk ekki keppni en alls 16 skíðamenn náðu ekki að ljúka keppni í Super-Combined keppninni. Sigurvegarinn á laugardag var Hollendingurinn Jeroen Kampschreur.


Jóhann keppir í stórsvigi í dag og er keppnin þegar hafin. Hann er nr. 105 og síðastur í rásröðinni í sitjandi flokki karla. Hér að neðan má sjá alla Super-Combined keppnina frá laugardeginum:

 

 

Ráslisti Jóhanns í dag