Íslandsmótið í boccia: Skráning stendur yfir


Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Akureyri helgina 25.-26. október næstkomandi. Skráning stendur yfir og er til 10. október næstkomandi.


Ef skráningargögn vantar eða frekari upplýsingar um mótið er hægt að hafa samband við if@ifsport.is og óska eftir að fá gögnin send.
 

Spilað verður eftir nýja forminu sem var ákveðið og kynnt í Keflavík sem gengur út á: Það verða 4 keppendur í riðli og 8 riðlar í hverri deild. Síðan eru það tveir efstu sem fara í 16 liða úrlit. Úrslitin verða síðan spiluð eins og verið hefur.