Tvö Íslandsmet í undanrásum í morgun


Íslandsmót Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra hófst í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt er í 25m laug og þegar í undanrásum morgunsins féllu tvö ný Íslandsmet hjá heimamönnunum Hirti Má Ingvarssyni og Róberti Ísaki Jónssyni!


Hjörtur setti Íslandsmet í 100m fjórsundi en Róbert í 100m flugsundi:


Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður:
100m fjórsund: 1:48,94 mín.

Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH
100m flugsund: 58,02 sek.


Eins og áður hefur verið greint frá er sýnt í beinni á netinu frá mótinu um helgina en útsendingarnar má nálgast hér.

Myndir/ JBÓ: Róbert Ísak er á efri myndinni en Hjörtur þeirri neðri. Heimamennirnir voru í stuði í morgun.