Islandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu fara ekki fram í haust. Aðildarfélög IF fara varlega.


Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu sem áttu að fara fram í september og október munu næst fara fram árið 2021.  Æfingar hafa að hluta legið niðri og ekki er talið rétt að setja á mót fyrr en staða mála er orðin betri m.t.t. Covid 19. 

ÍF átti fjarfund með aðildarfélögum í gær og ljóst er að mjög mismunandi aðstæður blasa við sem tengjast m.a. lokun sambýla og aðgerðum sem varða áhættuhópa. Nú er lögð áhersla á að virkja afreksfólk til æfinga og leita leiða til að allt gangi vel samkvæmt nýrri reglugerð. Sumir iðkendur og aðstandendur eru óöruggir og kvíðnir og því getur tekið lengri tíma að virkja suma iðkendur innan ÍF í gang aftur þó opnist á æfingar fyrir alla hópa.   Þetta þarf allt að hafa í huga og mikilvægt að ræða og þessi fundur ÍF og aðidarfélaganna var mjög gagnlegur til að taka stöðuna og fá yfirsýn. Mörg félög hafa unnið gott starf undir stjórn þjálfara sem halda iðkendum við efnið og það er til fyrirmyndar og mjög mikilvægt. Einnig lagði Ludvig Guðmundsson læknir mikla áhersla á að reynt yrði að finna leiðir til að halda gleði iðkenda á lofti og virkja einstaklinga á jákvæðan hátt þó þeir geti ekki mætt á æfingar.