Fjarðarmótið 2020


Fjörður mun halda sitt árlega Fjarðarmót í sundi í Ásvallalaug þann 26. september næstkomandi. Upphitun hefst klukkan 9:00 og mótið klukkan 10:00. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC. Keppt verður í eftirtöldum greinum:


25m skriðsund (með aðstoð ef þarf)
50m skriðsund
50m baksund
50m bringusund
50m flugsund
100m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
100m flugsund
100m fjórsund
400m skriðsund
4x50m blandað boðsund


Skráningargögn verða svo send út á næstu dögum og verða einnig aðgengileg á heimasíðu Fjarðar www.fjordursport.is
Skráningar skal svo senda á fjordursport@fjordursport.is