Íslandsmót ÍF í borðtennis 7. nóvember 2020


Íslandsmót ÍF í borðtennis sem var fyrirhugað í apríl sl. verður haldið laugardaginn 7. nóvember 2020.

Mótið fer fram í íþróttahúsi ÍFR., Hátúni 14.   Keppni hefst kl. 10.00.  Upphitun kl. 09.00. 

Skráningarblöð og nánari upplýsingar verða sendar aðildarfélögum ÍF þegar nær dregur.

ATH; 

Iðkendur  sem æfa með almennum íþróttafélögum en vilja keppa á mótum ÍF þurfa að vera skráðir skv. því í skráningakerfi FELIX.