Gildandi takmarkanir í samkomubanni


Verkefni framundan hjá ÍF

Gildandi takmörkun samvkæmt auglýsingu á samkomum vegna farsóttar nær frá og með 14. ágúst 2020 (kl. 00.00) og gildir til 27. ágúst 2020 (kl. 23.59). Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.


Frá 12. ágúst er stærsta breytingin 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar. Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknis. Yfirlit yfir þau sérsambönd sem fengið hafa reglur sínar staðfestar og reglur viðkomandi greinar verður hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ.

Eins og sakir standa stendur enn yfir vinna við hjá fjölda sérsambanda við að útfæra reglur sinna greina. Íþróttasamband fatlaðra sem fjölgreinasamband hvetur aðildarfélög sín til þess að skoða reglur sérsambandanna og hlýða þeim í hvívetna. Von er á tillögum frá ÍF, unna í samráði og samvinnu við ÍSÍ, varðandi útfærslu æfinga tengdum boccia.

Með haustinu bíða þónokkur verkefni hjá ÍF en þau eru m.a. Íslandsmót ÍF í einstaklings- og sveitakeppni í boccia, Íslandsmót í lyftingum, borðtennis og sundi í 25m laug ásamt Paralympic-deginum. Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um fyrirliggjandi verkefni en aðildarfélög ÍF verða upplýst um stöðu mála eins fljótt og auðið er. Hér að neðan eru svo frekarir útfærslur úr frétt ÍSÍ frá föstudeginum 14. ágúst síðastliðinn.

Virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna.

Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar.

Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman.

ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir. Verum ábyrg!

Auglýsinguna og minnisblað sóttvarnarlæknis er í heild sinni að finna hér fyrir neðan: