Skorum á fjölskyldur að mæta á Unglingalandsmót UMFÍ 31. júlí til 2. ágúst 2020 á Selfossi. ALLIR MEÐ


Á unglingalandsmóti UMFÍ 2020 verða nokkrar greinar í sundi og frjálsum sérmerktar sem íþróttir fatlaðra. Keppendur sem skrá sig þar geta einnig að sjálfsögðu tekið þátt í öðrum íþróttagreinum, margt nýtt hægt að prófa og skemmtun og samvera er aðalatriði á þessu móti. Reikna má með að flokkar verði sameinaðir t.d. flokkar hreyfihamlaðra og flokkar blindra og sjónskertra. Iðkendur með þroskahömlun keppa í einum flokki S14. Skorað er á fjölskyldur  og ungt fólk að mæta á Selfoss og upplifa þetta skemmtilega mót UMFÍ. Nánari upplýsingar á https://www.ulm.is/

Upplýsingar varðandi íþróttir fatlaðra og skráningu í ákveðnar greinar eða flokk verða staðfestar í næstu viku. 

Skráningargjald er 7.900kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Keppnisgreinar mótsins eru: Biathlon, bogfimi, fimleikalíf, fimleikar (stökkfimi), frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, rafíþróttir, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund, taekwondo og upplestur