ÍF hvetur aðildarfélög sín til að fara eftir tilmælum stjórnvalda


Íslandsmót ÍF í sundi frestað
 

Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.


Eftir tilkynningu íslenskra yfirvalda um ofangreindar takmarkanir þá hefur stjórn ÍF líkt og önnur sérsambönd ÍSÍ tekið þá ákvörðun að fresta öllum mótum á vegum ÍF og aðildarfélaganna  ótímabundið frá og með kl.17.00 föstudaginn 13.mars. Þar með er ljóst að ekki verður af Íslandsmóti ÍF og SSÍ í sundi sem fara átti fram 3.-5. apríl næstkomandi. ÍF ásamt öðrum sérsamböndum fundaði með ÍSÍ á föstudag og var þessi ákvörðun tekin í beinu framhaldi. ÍF mun fylgjast með framgangi samkomubanns stjórnvalda og bregðast við því eftir því sem þurfa þykir.


Stjórn ÍF vill beina því til forsvarsmanna og þjálfara félaganna að fara að einu og öllu eftir tilmælum stjórnvalda þegar kemur að starfi félaganna á meðan samkomubanninu stendur.


Heimasíða embættis landlæknis