Fjögur Íslandsmet á fyrri keppnisdegi Íslandsmótsins


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrri keppnisdegi lauk í dag þar sem fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós.


Ármenningurinn Hulda Sigurjónsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi sem hafði staðið frá árinu 2016 og var 10,19 metrar en hún kastaði í dag 10,33 metra. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir kom svo í mark í 60m hlaupi á 9,45 sek. en fyrra met hennar innahúss var 9,48 sek og var það líka sett í Kaplakrika og hafði staðið frá árinu 2018. Þá setti Patrekur Andrés Axelsson frá Ármanni nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi og Bergrún setti sitt annað met þegar hún varpaði kúlunni 9,43 metra.

Patrekur hefur ekki áður hlaupið svona hratt í 60m með „blindfold“ eins og skylda er í T 11 flokki.  8,02sek er bæting frá 8,07sek. en hann hljóp án aðstoðarmanns á RIG á 7,99sek sem ekki telst met. Að þessu sinni var allt eftir bókinni og því um enn eitt Íslandsmetið að ræða hjá Patreki sem ásamt fleira frjálsíþróttafólki úr röðum fatlaðra verður í Dubai í mars að berjast fyrir þátttökurétti á Parlaympics í Tokyo sem fram fara í ágúst- og septembermánuði.


Íslandsmet


60m hlaup kvenna T 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir - 9,45 sek.

Kúluvarp kvenna F 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir - 9,43 m.

400m hlaup karla T 11
Patrekur Andrés Axelsson - 1;00,83 mín.

Kúluvarp kvenna F 20
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir - 10,33 m.


Hér má nálgast úrslit dagsins.


Íslandsmót ÍF í frjálsum fer fram samhliða Meistraramóti Íslands hjá FRÍ en umgjörðin er til mikillar fyrirmyndar hjá FRÍ og heimamönnum í FH sem standa að framkvæmdinni. Þá var einnig gaman að sjá gömlu kempurnar Hauk Gunnarsson og Jón Odd Halldórsson vera mætta til leiks en hér í eina tíð voru þeir á meðal fremstu frjálsíþróttamanna heims úr röðum fatlaðra.


Myndir/ Jón Björn - Efri mynd: Bergrún Ósk rýkur af stað í 60m hlaupi í flokki T 35-38 en það er flokkur hreyfihamlaðra. Á neðri myndinni eru félagarnir Haukur Gunnarsson og Jón Oddur Halldórsson.