IPC heldur „22 Weeks of Sport“


Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur sett saman metnaðarfull myndbönd undir verkefninu „22 weeks of Sport.“ Myndböndunum er ætlað á einni mínútu að kynna það allra helsta sem er að finna í hverri íþróttagrein þar sem keppt er á vegum IPC.


Þessa vikuna er komið á netið myndband um bogfimi, áhugasamir um bogfimiíþróttina geta séð myndbandið hér að neðan:


IPC heldur einnig úti metnaðarfullri Youtube-rás sem nálgast má hér. Íþróttasamband fatlaðra hvetur alla til þess að gerast áskrifendur að Youtube-rás IPC en þar má bæði finna umtalsvert magn af fræðsluefni um íþróttir fatlaðra sem og beinar útsendingar frá stórmótum og margt fleira.