Nýtt skref stigið hjá körfuboltahópi Special Olympics hjá Haukum í Hafnarfirði


Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í gær. Þar mætti til keppni nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics.  Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð sannkallaður ,,HAMINGJUHÓPUR"  eins og ein móðirin orðaði það. það er ómetanlegt þegar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi nær að fá til liðs við starfið fólk sem er tilbúið að taka keflið og hefja vegferð nýrra tækifæra en án eldmóðs og krafts slíkra einstaklinga verða hugmyndir aðeins hugmyndir og ekkert nýtt skref stigið. Takk fyrir það Kristinn og Thelma og til hamingju Haukar með frábæra þjálfara og aðstoðarfólk þessa glæsilega liðs sem skipað er einstöku íþróttafólki.