Hilmar gerir vel í stórsvigi í St. Moritz


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson, skíðadeild Víkings, hefur lokið öðrum keppnisdegi á EC-mótaröð IPC í St. Moritz. Hann varð í gær áttundi í stórsvigi og í dag keppti hann í stórsvigi á nýjan leik og hafnaði í 6. sæti.


Hilmar kom í mark á samanlögðum tíma 1:46,27 mín. en í fyrri ferðinni var hann 52.27 sek. og var þá sjöundi eftir fyrri ferð. Í síðari ferðinni var hann 54.00 og átti þá fjórða besta brautartímann í seinni ferð og hafnaði í 6. sæti.


Hilmar klifrar því hratt upp heimslistann í stórsvigi eftir mótið en á morgun keppir hann í sinni sterkustu grein sem er svig.