Róbert setti Íslandsmet í Hollandi


Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, er á heimleið frá Hollandi þar sem hann tók þátt í alþjóðlegu sundmóti í 50m laug. Róbert setti þar nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m flugsundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra.


Róbert synti á tímanum 59,28 sek. en gamla Íslandsmetið hans í greininni var 59,33 sek. frá aprílmánuði 2019.


Róbert Ísak á einnig Íslandsmetin í 50m bringusundi, 100m bringusundi, 200m flugsundi, 200m fjórsundi og 400m fjórsundi í 50m laug.