HM í frjálsum haldið í Kobe 2021


Nú þegar næstsíðasti dagur heimsmeistaramóts fatlaðra í frjálsum er hálfnaður er ekki úr vegi að skyggnast örlítið inn í framtíðina fyrir íslenskt frjálsíþróttafólk. Næsta ár er Paralympics-ár sem nær hámarki með leikunum í Tokyo. Að Paralympics-loknum hefur IPC tilkynnt að næsta heimsmeistaramót fatlaðra fari fram í Kobe í Japan.


Endanlegar dagsetningar fyrir HM í Kobe hafa enn ekki verið staðfestar en ljóst er að mótið mun fara fram í septembermánuði 2021. En eins og áður segir er eitt risavaxið Paralympics-mót sem íslenskt frjálsíþróttafólk leiðir nú hugann að áður en það getur farið að gjóa augunum í átt til Japan 2021.


Mynd/ Jón Björn - Stefanía Daney Guðmundsdóttir kynnt til leiks í langstökki á HM fatlaðra í frjálsum í Dubai.