Róbert með brons í 100 flugi á heimavellinum


Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, vann í gær til bronsverðlauna á ÍM25 í Ásvallalaug, Róbert synti sig inn í úrslit og hafnaði svo þriðji í úrslitum á nýju Íslandsmeti!


Róbert var á 58,58 sek. í 100m flugsundi á heimavellinum sínum en rétt eins og í fyrra fer ÍM25 þetta árið fram í samstarfi Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands.


Mynd/ Róbert Ísak á verðlaunapallinum í gær.