Hilmar fjórði á öðrum keppnisdegi - úr leik í dag


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson varð í gær fjórði í svigkeppni í Landgraaf í Hollandi á sínum öðrum keppnisdegi ytra. Á þriðjudag landaði hann bronsverðlaunum en varð að sætta sig við fjórða sætið í gær.


Í dag féll Hilmar svo úr leik í fyrstu ferð þar sem hann var að skíða mjög vel en klikkaði í „síðustu nálinni.“ Það skiptast því á skin og skúrir í Hollandi en það eru komin verðlaun í hús hjá þessum öfluga skíðamanni og verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun þegar seinni dagurinn í Evrópumótaröð IPC fer fram.


Í gær var það svo aftur hinn rússneski Bugaev sem hafði sigur.


Myndband: Frá svigkeppninni í morgun, Hilmar átti öfluga ferð en tæknileg mistök í síðasta hliði settu hann úr leik:


Mynd/ Þórður Georg - Hilmar í inniskíðahöllinni í Landgraaf í Hollandi.