Ísland á HM í frjálsum: Stefanía Daney Guðmundsdóttir


Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Um er að ræða síðasta stórmót ársins þar sem gert er ráð fyrir um það bil 1000 keppendum en nú renna einmitt öll vötn til Tokyo þar sem Paralympics fara fram á næsta ári og íþróttafólkið í óðaönn við að tryggja sér farseðilinn til Japan.


Ifsport.is mun á næstu dögum birta stutt spjall við þá þrjá fulltrúa sem keppa munu fyrir Íslands hönd í Dubai og við snúum okkur nú að Stefaníu Daney Guðmundsdóttur frjálsíþróttakonu frá KFA/Eik á Akureyri.


Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir HM gengið?
Undirbúningurinn hefur gengið með prýði, fer alltaf á morgunæfíngar fyrir vinnu hjá TFW það er svona lyftingar, styrktar- og þolæfingar og svo æfi eg líka á kvöldin sem er þá fullt af hoppæfingum, hlaupum og lyftingar og svo hef ég verið í sér tímum hjá Gísla í langstökki. Er að æfa í ca 20 tíma á viku. Er í mínu besta formi allra tíma, fullt af bætingum og á eftir að bæta mig en meira.


Með þátttökunni í Dubai, hvað ert þú þá búin að taka þátt í mörgum alþjóðlegum stórmótum?
Ég hef keppti á tveimur Evrópumótum og þetta er mitt fyrsta heimsmeistaramót núna.


Þú keppir í langstökki og 400m hlaupi í Dubai, hvernig líst þér á keppnina, Íslandsmet í uppsiglingu?
Mér líst vel á þetta, spennan magnast, er í mínu besta formi og hef fulla trú á góðum árangri.


Hverjar eru bestu keppendurnir í 400m hlaupi og langstökki í flokki F og T 20?
Þessi sem er best í 400m heitir Breanna Clark frá USA, metið hennir er  55.99sek og í langstökkinu heitir Karolina Kucharczyk og er Pólsk og hún á 6.14m.


Hvernig líst þér á möguleika hinna keppendanna, Bergrúnar og Huldu?
Bergrún og Hulda eru í frábæru formi og eiga báðar eftir að standa sig prýðilega vel, hlakka mikið til að fylgjast með þessu flotta íþróttafólki.

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á Paralympic TV
Hér má nálgast heimasíðu HM í Dubai

Tengt efni:
Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai
Ísland á HM í frjálsum: Hulda Sigurjónsdóttir