Róbert fjórði í 200m fjórsundi


Global Games eru nú komnir á fullan skrið í Brisbane í Ástralíu og sundfólkið Þórey Ísafold Magnúsdóttir og Róbert Ísak Jónsson hafa þegar keppt í sínum fyrstu greinum.


Þórey keppti í 50m skriðsundi og var smá frá sínu besta í greininni en átti engu að síður flott sund. Róbert hafnaði í 4. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2:17,28 mín. en besti tími hans í greininni er 2:14,16 mín.


Heimasíða Global Games


Mynd/ Róbert Ísak bregður á leik við æfingar í Brisbane fyrir keppnina á Global Games.