Róbert Ísak mættur til Ítalíu


Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er nú staddur á Ítalíu þar sem opna ítalska meistaramótið í sundi fer fram. Mótið er liður í World Series mótaröð IPC (International Paralympic Committee).


Að móti loknu heldur Róbert svo til Pisa á Ítalíu þar sem hann mun fara í æfingabúðir með afrekshópi ÍF undir stjórn yfirmanna landsliðsmála sambandsins þeirra Kára Jónssonar og Inga Þórs Einarssonar.