Kristín, Ólafur og Anna sæmd gullmerki ÍSÍ


Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi voru í gær sæmd gullmerki ÍSÍ við 40 ára afmælishóf Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Súlnasal á Radisson Blu Hótel Sögu.


Sigríður Jónsdóttir varaforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands nældi gullmerkinu í þær Kristínu og Önnu Karólínu en Sigríði til fulltyngis var annar varaforseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson en bæði voru þau fulltrúar ÍSÍ við afmælishófið.

Ólafur Magnússon átti þess ekki kost að vera viðstaddur afmælishófið en gullmerki ÍSÍ verður afhent honum við fyrsta hentuga tækifæri.


Mynd/  Sigríður Jónsdóttir, Þórður Árni Hjaltested, Hafsteinn Pálsson, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.