Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona gulli hlaðin á Evrópumeistaramóti DSSF


Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona frá Ísafirði tekur nú þátt á Evrópumeistaramóti hjá samtökunum DSSF  (Down Syndrom Swimming Federation) en mótið er haldið í Southampton, Englandi.

Hún hefur áður tekið þátt í mótum á vegum DSISO (Down Syndrom International Swimming Organization) en þar eru skráð Evrópu og heimsmet í flökki keppenda með Down Syndrom. Þessi flokkun er þó ekki viðurkennd innan IPC, alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra en þar bara keppt í einum flokki þroskahamlaðra karla og sama hjá konum. Keppendur með Downs heilkenni eiga því litla möguleika á að taka þátt í stærstu mótum IPC s.s. ólympíumótum fatlaðra þar sem lágmörk miða við þá allra sterkustu. Mikil umræða hefur verið um þessa stöðu og ljóst að  afrek keppenda með DS verða ekki viðurkennd formlega eða skráð á heimslista IPC ef keppni fer fram utan kerfis IPC. Þau mót sem haldin eru á vegum samtakanna sem standa fyrir þessum mótum eru sett á til að koma til móts við þennan keppnishóp og barist hefur verið fyrir því að fá sérstakan flokk DS viðurkenndan innan IPC.

 

Á fb síðu Kristínar er hægt að fylgjast með árangrinum á mótinu og ástæðu þess að þetta mót var valið. 

https://www.facebook.com/Sundkonan-Krist%C3%ADn-1627766590808476/

Þar eru upplýsingar um árangur á fyrsta og öðrum keppnisdegi en á fyrsta degi fékk Kristín 3 gull og 1 silfur auk þess sem hún setti Evrópu og heimsmet í Master1 flokki (25-34 ára) Á seinni keppnisdegi náði hún að fá 3 gull og setja Evrópumet í Masters1 flokki. Hún er því sexfaldur Evrópumeistari DSSF og enn einu sinni búin að sýna fram á að hún er ein fremsta sundkona heims í röðum keppenda með DS.  

Til hamingju Kristín, Svala þjálfari og fjölskylda Kristínar, frábær þrautsegja íþróttakonu sem er brautryðjandi í sínum flokki og nær árangri á heimsmælikvarða. Vel gert Kristín enn og aftur

 

Á myndinn er Kristín ásamt Svölu þjálfara sínum og Sigríði móður sinni