Páll Óskar lýsir upp Lokahóf ÍF 2019


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fara fram um helgina og verður nóg við að vera í höfuðstaðnum dagana 5.-7. apríl. Rúsínan í pylsuendanum er svo sjálft lokahófið sem fram fer í Gullhömrum í Grafarvogi og það verður enginn annar en Páll Óskar sem gleður mannskapinn á lokahófinu! Palli, dansarar og confetti-bombur, það má enginn missa af þessu.


Ingvar Valgeirs og Bjarni „Töframaður“ Baldvinsson verða veislustjórar og þeir kunna vel á hláturgasið og að sjálfsögðu taka þeir nokkur lög eins og þeim einum er lagið.


Matseðill kvöldsins


Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa
Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Eftirréttur: Súkkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma


Miðaverð er kr. 7500,-
Hægt verður að nálgast miðana á lokahófið laugardaginn 6. apríl í veitingasölunni við boccia-keppnina, tímasetning verður gefin ekki síðar en á fararstjórafundinum sama dag.
Húsið verður opnað gestum 19:30, matur 20.00 og Páll Óskar stígur á stokk 22:30 og skemmtun lýkur 23.30.