Afreks- og tónlistarmaðurinn Már með útgáfutónleika í apríl


Sundmaðurinn Már Gunnarsson er ekki aðeins að gera góða hluti í sundlauginni því hann er einnig mikill tónlistarmaður og mun í aprílmánuði halda útgáfutónleika í Hljómahöll í Reykjanesbæ.


Már sem er í óðaönn við að undirbúa þátttöku sína á heimsmeistaramótinu í sundi er líka að gefa út plötuna „Söngur fuglsins.“ Útgáfutónleikarnir eru 12. apríl en miða er hægt að festa sér á tix.is


Ein fremsta söngkona Pólverja mun koma fram á útgáfutónleikunum en sú heitir Natalia Przybysz en á plötunni koma einnig fram Villi Naglbítur (Vilhelm Anton Jónsson) og Ívar Daníelsson svo einhverjir séu nefndir. Það er því óhætt að segja að Már Gunnarsson situr ekki auðum höndum þessi dægrin.