Lögreglumenn á fleygiferð um Sameinuðu arabísku furstadæmin með „Loga Vonarinnar"


Kyndilhlaup vegna heimsleika Special OIympics, " Logi Vonarinnar" er nú hafið og lögeglumenn víða að úr heiminum hlaupa með logandi kyndil milli furstadæma í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Daði þorkelsson, er fulltrúi LETR á Íslandi ( Law Enforcement Torch Run) og hann er í liði 9 þar sem eru lögreglumenn m.a. frá nokkrum fylkjum Bandaríkanna, Dubai og Ástralíu. Special Olympics keppandi frá Hong Kong hleypur með liði nr. 9


Hér er mynd af alþjóðlegum hópi lögreglumannanna sem taka þátt í kyndilhlaupinu

Sendum góðar kveðjur til Daða og LETR félaga hans og óskum þeim góðs gengis

Íslenski hópurinn fer út 7. mars og er tilbúinn í verkefnin framundan