Þrjú Íslandsmet á ÍM innanhúss í Kaplakrika


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fór fram í Kaplakrika um síðustu helgi. Þrjú ný Íslandsmet litu dagsins ljós og fjöldi persónulegra bætinga. Mótið fór fram við flottar aðstæður í Kaplakrika undir styrkri stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks en Íslandsmót ÍF fór fram inni á ÍM hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.


Eik frá Akureyri var sigurvegari í félagakeppni með flest stig mótsins og það voru Eikar-liðarnir Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Jón Margeir Sverrisson sem saman settu alls þrjú ný met við mótið. Stefanía setti nýtt met í 60m hlaupi í flokki T20 á tímanum 8,59 sek. Hennar annað met kom svo í 200m hlaupi en þá kom Stefanía í mark á tímanum 28,37 sek.


Jón Margeir Sverrisson setti svo nýtt met í 60m hlaupi T20 karla þegar hann kom í mark á tímanum 7,76 sek. Egill Þór Valgeirsson formaður frjálsíþróttanefndar ÍF var ánægður með útkomu helgarinnar. „Þetta var flott mót og allt gekk eins og í sögu og rúmlega tuttugu persónulegar bætingar sáust á mótinu,“ sagði Egill um afrakstur helgarinnar.


Hér má nálgast úrslit mótsins

Mynd með frétt/ Jóhann Arnarson - Sigurlið Eikar.