Magnús Orri Arnarson með kynningarmyndband fyrir heimsleika Special Olympics 2019


Fimleikamaðurinn Magnús Orri Arnarson hefur í samstarfi við ÍF tekið saman myndband  til kynningar á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai 14. - 21. mars 2019. Í myndbandinu er m.a. sýnt frá  áhalda og nútímafimleikum og knattspyrnu og tekin viðtöl við keppendur auk fulltrúa LETR.  Alls taka  Íslendingar þátt í 10 greinum en auk fimleika og knattspyrnu keppa Íslendinngar í badminton, boccia, frjálsum íþróttum, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Undirbúningur er í fullum gangi hjá hópnum og aðstandendum þeirra en alls fara um 90 aðstandendur að fylgjast með leikunum. 

ÍF þakkar Magnúsi Orra fyrir frábært framtak og hann á án efa eftir að láta að sér kveða á sviði kvikmyndagerðar eins og í fimleikunum. Hvetjum fólk til að deila þessu myndbandi sem víðast