Már og Róbert með fjögur ný Íslandsmet á Gullmóti KR


Gullmót KR í sundi fór fram í Laugardalshöll um helgina. Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu saman fjögur ný Íslandsmet á mótinu. Már með þrjú ný met og Róbert eitt en þeir eru á meðal fremstu sundmanna fatlaðra á Íslandi um þessar mundir.


Íslandsmet Más og Róberts um helgina

 
Már Gunnarsson - S12 (sjónskertir-blindir)
 

200m flugsund S12 - 2:48.52 mín.
50m flugsund S12 - 33.27 sek  
100m flugsund S12 - 1:14.15 MÍN
 

Róbert Ísak Jónsson - S14 (þroskahamlaðir)
 

100m baksund S14 - 1:06.59 mín
 

Mynd úr einkasafni/ Már ásamt Davíð Hildiberg við Gullmót KR um síðustu helgi.