Höfðinglegur styrkur Heklufélaga


Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um 30 ára skeið styrkt myndarlega við bakið á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Þannig hefur klúbburinn ávallt með hækkandi sól komið færandi hendi og því gengið jafnan undir nafninu „Vorboðinn ljúfi“ hjá sambandinu.


Kiwanisklúbburinn Hekla var stofnaður fyrir 55 árum og var fyrsti klúbburinn sem stofnaður var hér á landi. Í tilfefni afmælis klúbbsins var fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra boðið til afmælisveislu sem klúbburinn hélt. Var sambandinu þar veittur veglegur styrkur m.a. vegna þátttöku Íslands í Alþjóðaleikum Special Olympics sem fram fara í Abu Dhabi og fleiri verkefna sem framundan eru hjá sambandinu og var þar veitt.

Styrkurinn var ágóði af árleglri fjáöflun Kiwanisklúbbanna Heklu og Esju og var það sameiginleg niðurstaða klúbbanna að í tilefni af 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra myndi sambandið njóta góðs af fjáröfluninni.

Það var Ólafur G. Karlsson, formaður styrktarnefndar Heklu sem, fyrir hönd klúbbanna, afhenti fulltrúum sambandsins styrkinn. Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF, þakkaði klúbbfélögum Heklu og Esju fyrir þennan rausnarlega styrk og sagði að þessi styrkur kæmi sér mjög vel á því stóra íþróttaári sem nú færi í hönd í hjá fötluðu íþróttafólki.

Á myndinni sjást fulltrúar Kiwanisklúbbanna Helku og Esju ásamt fulltrúum ÍF, þeim Þórði Árna Hjaltesed og Ólafi Magnússyni.