Hilmar fimmti eftir flotta fyrri ferð


Hilmar Snær Örvarsson er í fimmta sæti eftir fyrri ferðina í svigi á heimsmeistaramóti IPC í alpagreinum. Hilmar kom í mark á tímanum 57,42 sek. en Frakkinn Arthur Bauchet var með besta tímann í fyrri ferð á 51.72 sek.


Alls voru 24 skráðir til keppni í svigi en fjórir keppendur náðu ekki að ljúka fyrri ferðinni svo það verða 20 keppendur í seinni ferðinni í dag.

Gera má ráð fyrir hörkukeppni í seinni ferðinni en úrslit fyrri ferðarinnar má sjá hér. Seinni ferðin hefst kl. 13:15 að staðartíma eða kl. 12:15 að íslenskum tíma.

Mynd/ Úr útsendingu Paralympic TV á Youtube: Hilmar heldur út um hliðið í fyrri ferðinni áðan.