Hilmar hefur keppni á HM í dag


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hefur keppni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í dag en mótið fer fram í Kranjska Gora í Slóveníu. Keppnin hefst kl. 10:00 í dag að staðartíma eða kl. 09:00 að íslenskum tíma.


Hilmar keppir í stórsvigi í dag en þar eru 30 keppendur skráðir til leiks í standandi flokki en alls keppa 69 karlar í þremur flokkum, flokkum sjónskertra/blindra, hreyfihamlaðra (standandi flokkur), hreyfihamlaðra (sitjandi flokkur). Hilmar er nr. 26 í rásröðinni.


Hér er hægt að horfa á mótið í beinni á netinu


Mynd frá vinstri/ Jón Örvar faðir Hilmars, Hilmar Snær og Þórður Georg þjálfari í fjallinu í Slóveníu.