Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi


Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hafnaði áðan í 20. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum. Mótið stendur nú yfir Kranjska Gora í Slóveníu. Á miðvikudag keppir Hilmar í stórsvigi.


Hilmar var einnig í 20. sæti eftir fyrri ferðina en almennt voru langflestir ögn lengur niður brekkuna í síðari ferðinni. Í fyrri ferðinni var Hilmar 1:10.47 mín. en þá síðari fór hann á 1:12.56 mín.


Eins og áður kemur fram tekur Hilmar þátt í svigkeppninni á miðvikudag sem er þá lokakeppnisdagur hans á Heimsmeistaramótinu. Sigurvegari dagsins í dag var Frakkinn Arthur Bauchet sem var einnig fyrstur eftir fyrri ferðina í morgun.      

Hér er hægt að sjá seinni ferð Hilmars í dag. Ferð hans hefst á 54.10 mín í myndbandinu

úrslit